Það hefur ekkert gengið hjá Ruud van Nistelrooy eftir að hann var ráðinn stjóri Leicester.
Hann stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leiknum við stjórnvölinn en síðan þá hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu 13 leikjum sínum í deildinni. Þar af eru ellefu tapleikir.
Hann stýrði liðinu til sigurs í fyrsta leiknum við stjórnvölinn en síðan þá hefur liðið aðeins unnið einn af síðustu 13 leikjum sínum í deildinni. Þar af eru ellefu tapleikir.
Leicester tapaði sannfærandi gegn West Ham í gær og það var ákveðið vonleysi sem greip um sig hjá leikmönnum liðsins.
Van Nistelrooy var eftir leikinn í gær spurður að því hvort hann væri að búast við því að vera enn stjóri liðsins í næsta leik gegn Chelsea þann 9. mars næstkomandi.
„Hvað get ég sagt við því? Ég mun halda áfram að vinna og berjast," sagði Hollendingurinn.
„Við vitum stöðuna, við vitum hvar við erum í deildinni en við vitum líka hversu hratt hlutir geta breyst í fótboltanum."
Athugasemdir