Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Titilbaráttuslagur í Napólí
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er afar spennandi helgi framundan í ítalska boltanum og byrjar boltinn að rúlla í kvöld þegar Fiorentina tekur á móti Lecce í Íslendingaslag.

Albert Guðmundsson verður ekki með Fiorentina vegna meiðsla en Þórir Jóhann Helgason hefur sinnt mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá fallbaráttuliði Lecce að undanförnu. Hann var þó ekki í hóp í síðasta leik.

Toppbaráttulið Atalanta þarf sigur á móti Íslendingaliði Venezia í fyrsta leik laugardagsins, áður en Napoli tekur á móti Inter í toppslagnum.

Ítalíumeistarar Inter tróna á toppi deildarinnar sem stendur með eins stigs forystu á Napoli, sem er að sama skapi tveimur stigum fyrir ofan Atalanta.

Roma tekur á móti skemmtilegu liði Como á sunnudaginn áður en Milan fær Lazio í heimsókn í stórleik dagsins. Milan og Lazio eru í harðri Evrópubaráttu, þar sem Lazio er þó sex stigum ofar.

Juventus fær að lokum Verona í heimsókn í síðasta leik umferðarinnar sem fer fram á mánudagskvöldið. Juve situr í fjórða sæti, átta stigum frá toppinum, eftir fjóra sigra í röð.

Föstudagur
19:45 Fiorentina - Lecce

Laugardagur
14:00 Atalanta - Venezia
17:00 Napoli - Inter
19:45 Udinese - Parma

Sunnudagur
11:30 Monza - Torino
14:00 Bologna - Cagliari
14:00 Genoa - Empoli
17:00 Roma - Como
19:45 Milan - Lazio

Mánudagur
19:45 Juventus - Verona
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 26 17 6 3 59 24 +35 57
2 Napoli 26 17 5 4 42 21 +21 56
3 Atalanta 26 16 6 4 59 26 +33 54
4 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
5 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
6 Bologna 26 11 11 4 40 32 +8 44
7 Fiorentina 26 12 6 8 41 28 +13 42
8 Milan 26 11 8 7 38 28 +10 41
9 Roma 26 11 7 8 40 29 +11 40
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 26 6 7 13 26 40 -14 25
16 Lecce 26 6 7 13 18 42 -24 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 26 3 8 15 22 41 -19 17
20 Monza 26 2 8 16 21 43 -22 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner