Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 14:45
Elvar Geir Magnússon
Garnacho þarf að borga mat handa öllu liðinu
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Patrick Dorgu fékk rautt gegn Ipswich.
Patrick Dorgu fékk rautt gegn Ipswich.
Mynd: EPA
Rúben Amorim stjóri Manchester United segir að Alejandro Garnacho þurfi að bjóða öllum liðsfélögum sínum upp á mat. Það er refsingin sem Argentínumaðurinn ungi fær fyrir að strunsa beint inn í klefa eftir að hann var tekinn af velli gegn Ipswich í vikunni.

„Hann kom á skrifstofuna mína daginn eftir og vildi ræða við mig. Ég skoðaði málið. Garnacho fór í klefann, horfði á leikinn þar og fór svo heim. Hjá þessu félagi er rétt hegðun mikilvæg. Hann býður liðinu upp á mat og málinu er lokið," segir Amorim.

„Hann er ungur leikmaður sem mun læra. Það mikilvægasta er að daginn eftir var hann mættur að ræða við mig. Við þurfum að horfa á samhengið og aldur hans. Það er hægt að taka á svona málum og horfa svo fram veginn og það gerum við."

Dorgu verður mjög mikilvægur
Amorim svaraði spurningum fjölmiðlamanna á fréttamannafundi í dag en Manchester United mætir Fulham í bikarleik á sunnudag. Amorim tjáði sig meðal annars um Patrick Dorgu sem átti erfiðan dag gegn Ipswich og fékk rauða spjaldið.

„Þú vilt ekki missa mann af velli því það er erfitt að spila tíu gegn ellefu. Það er mikið gert úr hlutunum þegar Manchester United og allt er gert að stórmáli. Hann er alveg meðvitaður um að hann gerði mistök og það þarf ekki að segja neitt við hann. Hann er svekktur en hann er núna að búa sig undir næsta leik. Hann verður mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur," segir Amorim.

Mín skoðun er mikilvægari en skoðun Roy Keane
Þá var hann spurður út í ummæli Roy Keane sem sagði að Bruno Fernandes ætti ekki að vera fyrirliði Manchester United.

„Ég er ósammála honum. Ég er á annarri skoðun. Bruno er mjög mikilvægur fyrir okkur og félagið og er alltaf tilbúinn að axla ábyrgð. Vissulega lætur hann tilfinningar sínar oft í ljós, hann vill alltaf vinna og verður stundum pirraður. Ég tel að mín skoðun sé mikilvægari en skoðun Roy Keane því ég er stjórinn," segir Amorim.
Athugasemdir
banner
banner