Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Við munum éta þá lifandi!“
Gattuso og Buffon á HM 2006.
Gattuso og Buffon á HM 2006.
Mynd: EPA
Gennaro Gattuso er í skemmtilegu viðtali við Vivo Azzurro þar sem hann rifjar upp sigur ítalska landsliðsins á HM 2006. Ítalía vann þá Frakkland í vítakeppni í úrslitaleik í Þyskalandi.

„Það var draumur fyrir mig að verða heimsmeistari. Ég hafði aldrei hugsað út í að vinna mótið, mér fannst HM alltaf vera eitthvað sem væri svo miklu stærra en ég," segir Gattuso.

Gattuso lék á miðju ítalska liðsins og hefur opinberað hvað markvörðurinn Gianluigi Buffon sagði við liðið kvöldið fyrir leikinn.

„Við vorum að skoða völlinn og sáum franska liðið æfa í stutterma treyjum í rigninginni. Líkamlega voru þeir í miklu betra standi en við. En Buffon hrópaði á okkur: 'Strákar, þeir hræða okkur ekki! Þeir geta verið eins stórir og þeir vilja en við munum éta þá lifandi!."

„Ég gat samt ekki hætt að hugsa um hversu stórir þeir væru og hversu góður Zidane væri..."
Athugasemdir
banner
banner
banner