Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Albi tekur slaginn með Völsungi í Lengjudeildinni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Völsungur
Völsungur tilkynnti í dag að Inigo Albizuri Arruti, eða einfaldlega Albi, væri búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og mun hann taka slaginn með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Albi er þrítugur miðvörður sem sýndi frábæra frammistöðu og mikla leiðtogahæfni á vellinum í fyrra. Hann var valinn í lið ársins í 2. deild hér á Fótbolti.net og hjálpaði Völsungi að komast upp í lengjudeildina.
Í tilkynningu Völsungs stendur að hann ætli sér að spila enn betur í ár.

Úr tilkynningu Völsungs:
Albi átti frábært tímabil með Völsungi í fyrra og spilaði 20 leiki í 2.deild þegar við tryggðum okkur sæti í Lengjunni og skoraði þá 1 mark. Hann á einnig leik í Mjólkurbikar fyrir okkur!

Albi er væntanlegur á næstu dögum og við bjóðum hann velkominn heim til Húsavíkur með mikilli eftirvæntingu!

Komnir
Elfar Árni Aðalsteinsson frá KA
Elvar Baldvinsson frá Vestra
Ívar Arnbro Þórhallsson á láni frá KA

Farnir
Jakob Gunnar Sigurðsson í KR
Juan Guardia í Þór
Ólafur Örn Ásgeirsson til HK (var á láni)

Samningslausir
Steinþór Freyr Þorsteinsson (1985)
Óskar Ásgeirsson (2000)
Gunnar Kjartan Torfason (2002)

Athugasemdir
banner
banner
banner