Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2025 20:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vitor Roque aftur til Brasilíu frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: EPA
Vitor Roque stoppaði stutt í Evrópu í bili að minnsta kosti en þessi tvítugi Brasilíumaður er genginn til liðs við Palmeiras í heimalandinu.

Barcelona staðfesti sumarið 2023 að félagið hafi náð samkomulagi við Athletico Paranaense um kaup á Roque og hann gekk formlega til liðs við spænska félagið hálfu ári síðar.

Honum gekk illa að aðlagast hjá Barcelona og var lánaður til Real Betis í síðasta mánuði. Hann kom við sögu í 49 leikjum hjá spænsku liðunum og skoraði níu mörk.

Palmeiras borgar 25 milljónir evra fyrir hann og þá fær Barcelona 20% af næstu sölu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner