UEFA hefur sektað Real Madrid vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í seinni leiknum gegn Man City í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Real Madrid vann Man City 3-1, samanlagt 6-3, á Santiago Bernabeu í síðustu viku en spænska liðið þarf að borga 30 þúsund evra í sekt vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins en það kemur ekki fram nákvæmlega hvað átti sér stað.
Þá er félagið á skilorði, ef þetta kemur fyrir aftur á næstu tveimur árum mun UEFA meina fimmhundruð stuðningsmönnum að mæta á næsta heimaleik liðsins.
Kylian Mbappe skoraði þrennu í leiknum sem kom liðinu í 16-liða úrslitin þar sem Real mætir grönnum sínum í Atletico Madrid.
Athugasemdir