Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 09. desember 2022 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Króatía elskar framlengingar
Mynd: Getty Images
Króatía og Brasilía eigast nú við í 8-liða úrslitum á HM í Katar. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og því var gripið til framlengingar.

Króatía þekkir mjög vel að spila auka hálftíma í útsláttarkeppni á stórmótum. Það hefur liðið núna gert átta sinnum í níu síðustu leikjum sínum. Eina undantekningin er úrslitaleikur HM 2018 þar sem liðið tapaði fyrir Frökkum í venjulegum leiktíma.

Í 16-liða úrslitunum vann liðið sigur á Japan í vítaspyrnukeppni, á EM fór leikur liðsins gegn Spáni í 16-liða úrslitum í framlengingu, liðið fór í þrjár framlengingar í Rússlandi 2018, eina á EM í Frakklandi 2016 og eina á EM 2008.

Í leiknum í dag hefur markvörðurinn Dominik Livakovic verið besti maður vallarins ásamt Luka Modric á miðjunni. Þegar þetta er skrifað hefur Króatía ekki átt skot á brasilíska markið.

Sigurvegarinn í leiknum mætir sigurvegarnum úr viðureign Hollands og Argentínu í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner