
Brasilía leiðir 1-0 gegn Króatíu eftir fyrri hálfleik framlengingar á viðureign liðanna í 8-liða úrslitum HM.
Það var Neymar sem skoraði mark Brasilíu og jafnaði hann með því markamet goðsagnarinnar Pele. Þeir eru nú tveir markahæstir í sögu brasilíska landsliðsins, hafa báðir skorað 77 mörk.
Það var Neymar sem skoraði mark Brasilíu og jafnaði hann með því markamet goðsagnarinnar Pele. Þeir eru nú tveir markahæstir í sögu brasilíska landsliðsins, hafa báðir skorað 77 mörk.
Mark Neymar var af dýrari gerðinni, hann átti laglegt samspil við Pedro og svo Lucas Paqueta, steig út Mario Pasalic í vörn Króatíu, fékk boltann í hlaupinu inn á teignum, tók snertingu til hægri, komst með henni framhjá Livakovic í marki Króatíu og skoraði svo með skoti upp í þaknetið af stuttu færi.
Virkilega vel gert! Smelltu hér til að sjá markið.
Athugasemdir