Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
sunnudagur 17. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 16. apríl
Championship
Southampton - Preston NE - 19:00
Meistaradeildin 8-liða
Dortmund - Atletico Madrid - 19:00
Barcelona - PSG - 19:00
Vináttulandsleikur
Cyprus U-17 2 - 1 Montenegro U-17
Eliteserien
KFUM Oslo 1 - 3 Stromsgodset
fös 10.mar 2023 11:42 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Mánuður í mót: Þetta eru síðustu tíu meistaralið

Það er núna mánuður í að Besta deild karla fari af stað. Opnunarleikurinn fer fram klukkan 14:00 þann 10. apríl þegar Breiðablik og HK eigast við í Kópavogsslag.

Þar sem það er akkúrat mánuður í mót, þá er vel við hæfi að hita upp með að rifja upp síðustu tíu meistaralið deildarinnar.

Breiðablik (2022)
Í fyrra var aldrei spurning um það hvar titillinn myndi enda. Eftir að hafa misst af titlinum á grátlegan hátt sumarið áður, þá mættu Blikar til leiks staðráðnir í að láta ekki þennan titil renna sér úr greipum. Þeir voru á toppnum frá fyrstu umferð alveg til þeirrar síðustu. Það voru einhverjir sem efuðust um Óskar Hrafn Þorvaldsson á leikmannamarkaðnum fyrir mót þegar hann sótti Dag Dan Þórhallsson og Ísak Snæ Þorvaldsson, en þeir enduðu á því að vera tveir bestu menn mótsins.



„Ég kem heim og finn mig aftur. Núna er ég tilbúinn að fara aftur út. Ég er tilbúinn í lífið aftur. Ég gæti ekki verið á betri stað núna. Það eru hæðir og lægðir, maður verður að taka góðu punktana í lífinu og njóta þeirra vel," sagði Ísak Snær, sem var leikmaður ársins, í viðtali við Fótbolta.net eftir að hafa hjálpað Blikum að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sjaldan hafa yfirburðirnir verið eins miklir hjá einu liði og þetta ár.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Breiðablik:
Anton Ari Einarsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Viktor Örn Margeirsson

Víkingur R. (2021)
Einhver besta saga sem hefur verið skrifuð á síðari árum. Það er ekki langt síðan Víkingar voru jó-jó félag sem fór á milli efstu deildar og næst efstu deildar. Árið 2020 voru þeir í fallbaráttu. Svo gerðist eitthvað magnað. Innkoma Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen skipti gríðarlega miklu fyrir félagið og settu þeir tóninn fyrir liðsfélaga sína. Næst síðasta umferðin í deildinni þetta ár er einhver eftirminnilegasta umferð sem hefur verið spiluð í Íslandsmóti frá upphafi.



Víkingar unnu þá dramatískan 1-2 sigur á KR þar sem Helgi Guðjónsson skoraði seint og Ingvar Jónsson varði svo víti. Á meðan tapaði Breiðablik á ótrúlegan hátt gegn FH. Öll tölfræði var með Breiðabliki í liði - þeir áttu að verða meistarar - en Víkingar sýndu gríðarlegt hjarta og kláruðu mótið.

Kári Árnason var valinn besti leikmaður mótsins. „Þetta er það stærsta sem ég hef gert á mínum ferli. Þó ég hafi unnið sænska meistaratitilinn og komist í Meistaradeildina og unnið mig upp um deildir á Englandi þá er þetta það sem stendur manni næst, mitt félag," sagði Kári eftir síðasta leik en hann lagði svo skóna á hilluna eftir að Víkingur varð bikarmeistari nokkru síðar.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Víking:
Atli Barkarson
Nikolaj Hansen
Pablo Punyed

Valur (2020)
Maður vill helst ekki muna mikið eftir þessum tíma; Covid tímabilið sem var stoppað snemma. Valur var með átta stiga forskot á FH þegar tímabilið var stoppað og voru verðskuldaðir meistarar. Það voru fjórir leikir eftir er leiktíðin var stöðvuð út af kórónuveirufaraldrinum.



Það var mikið um stopp og stört eftir að kórónuveirufaraldurinn greip um sig í mars þetta árið. Þetta var heilt yfir ekki sérlega eftirminnilegt mót.

Steven Lennon, leikmaður FH, var valinn leikmaður ársins. „Við erum alveg pottþéttir á því að hann hefði slegið markametið ef tímabilið hefði verið klárað og allir leikir kláraðir," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu en Lennon tókst að skora 17 mörk áður en mótið var blásið af.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Val:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Aron Bjarnason

KR (2019)
Árið 2019 var það Vesturbæjarstórveldið sem stóð uppi sem sigurvegari. KR vann reyndar með svipuðum yfirburðum og Breiðablik í fyrra. Allt tímabilið var talað um að KR-liðið væri of gamalt en eftir síðasta leik fóru Pámi Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson, leikmenn Íslandsmeistarana, með bikarinn fyrir utan elliheimilið Grund og tóku mynd þar.



Þetta var síðasti gluggi þessa KR-liðs til að vinna þennan titil, en núna er liðið í endurbyggingu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig KR mætir til leiks í ár.

Bestur þetta tímabilið var Óskar Örn. „Hann er orðinn 35 ára og gefur ekkert eftir. Hann heldur bara sinni siglingu. Það verður gaman að sjá hvað hann mun taka mörg ár í viðbót," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu eftir tímabilið um Óskar sem er enn í fullu fjöri í dag. Hann spilar núna með Grindavík í næst efstu deild.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir KR:
Beitir Ólafsson
Óskar Örn Hauksson
Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Valur (2018)
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson höfðu byggt upp maskínu á Hlíðarenda, en þetta var síðasti stóri titill þeirra með liðið. Breiðablik átti möguleika fram í lokaumferð en sá möguleiki var afar lítill þar sem Blikar þurftu að treysta á að Valur myndi tapa gegn lélegasta liði í sögu efstu deildar, Keflavík. Valur gerði það svo sannarlega ekki, þeir lögðu Keflavík með fjórum mörkum gegn einu.



Patrick Pedersen var besti leikmaður Íslandsmótsins það ár. „Já, þetta var það. Sautján mörk er það mesta sem ég hef skorað," sagði Patrick í samtali við Fótbolta.net aðspurður að því hvort um væri að ræða besta tímabil hans á ferlinum.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Val:
Anton Ari Einarsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson
Bjarni Ólafur Eiríksson

Valur (2017)
Valsmenn unnu líka árið áður. Þá var það aðeins þægilegra en þeir enduðu mótið með 50 stig, tólf stigum meira en Stjarnan sem var í öðru sæti. Um var að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitil Vals síðan árið 2007.

„Það er bara gleði núna. Það verður gleði í nokkra daga núna og jafnvel vikur. Þetta er ógeðslega gaman og alltaf jafn sætt," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir lokaleikinn gegn Víkingum og bætti við: „Við erum með geggjaða leikmenn sem eru búnir að vera duglegir. Það er mikill metnaður í leikmönnum og þetta eru frábærir leikmenn."



Það sem var eftirminnilegast þetta sumar var að Andri Rúnar Bjarnason, þáverandi leikmaður Grindavíkur og núverandi leikmaður Vals, jafnaði markametið. „Ég var ekki nógu duglegur að leggja á mig síðustu 3-4 ár. Ég hefði kannski getað farið fyrr út ef ég hefði drullast til að fara fyrr af stað. Það er betra seint en aldrei," sagði Andri sem fór í atvinnumennsku eftir tímabilið.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Val:
Orri Sigurður Ómarsson
Anton Ari Einarsson
Einar Karl Ingvarsson

FH (2016)
Það er kannski erfitt að ímynda sér það núna en FH - liðið sem var í bullandi fallbaráttu í fyrra - er sigursælasta félag landsins frá árinu 2000. FH varð Íslandsmeistari í áttunda sinn á 13 árum árið 2016 . FH-ingar voru gríðarlega sterkir varnarlega og fengu aðeins á sig 17 mörk í 22 leikjum, en þar var Kassim Doumbia fremstur í flokki. FH-ingar voru gríðarlega sterkt lið undir stjórn Heimis Guðjónssonar en besti leikmaður ársins kom úr Val.



Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði 13 mörk og var valinn besti maður mótsins. „Ég væri svo sannarlega til í að spila með Val. Að sjálfsögðu. Sérstaklega ef Óli og Bjössi verða áfram, ef þeir myndu biðja mig að hlaupa í gegnum vegg þá myndi ég sennilega reyna það. Að sjálfsögðu er ég opinn fyrir að skrifa undir hjá Val en það er annað sem er í forgangi hjá mér eins og er," sagði Kristinn Freyr eftir síðasta leik aðspurður að því hvort hann yrði áfram í Val en hann endaði á því að fara í atvinnumennsku til Svíþjóðar.

Fjölnir kom gríðarlega á óvart þetta sumarið og endaði í fjórða sæti, rétt missti af því að komast í Evrópu.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir FH:
Gunnar Nielsen
Kassim Doumbia
Bergsveinn Ólafsson

FH (2015)
FH varð líka Íslandsmeistari árið 2015 en þeir tryggðu sér titilinn með sigri í næst síðustu umferðinni, 2-1 gegn Fjölni. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Atli Guðnason FH-ingum í 1-0 snemma í seinni hálfleik. Tæpum 20 mínútum síðar jafnaði Kennie Chopart hins vegar metin fyrir Fjölnismenn og voru gestirnir þar með að gera sig líklega til að hleypa titilbaráttunni í algert uppnám fyrir lokaumferðina. Það var hins vegar vel við hæfi að Emil Pálsson skyldi loka titlinum með sigurmarki FH-inga gegn liðinu sem hann var á láni hjá fyrri hluta tímabilsins.

Emil var valinn leikmaður ársins eftir að hafa spilað með Fjölni fyrri hlutann og FH seinni hlutann. „Hann (Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH) hefur sagt við mig að ég þyrfti stöðugleika og ekki vera að rokka svona upp og niður. Ég tel að í sumar hafi mér tekist að finna stöðugleikann vel og ef eitthvað var farið upp á við eftir hvern einasta leik," sagði Emil eftir að hann fékk verðlaunin í hendurnar.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir FH:
Róbert Örn Óskarsson
Davíð Þór Viðarsson
Atli Guðnason

Stjarnan (2014)
Stjörnumenn áttu þarna eitthvað ótrúlegasta tímabil sem íslenskt félagslið hefur átt.

Stjarnan fór í Evrópuævintýri sem endaði á San Siro gegn Inter. Þeir kórónuðu svo magnað tímabil með því að vinna rosalega eftirminnilegan Íslandsmeistaratitil gegn FH í lokaumferðinni. Það var rigningardagur í Kaplakrika þegar liðin mættust í hreinum úrslitaleik. Það var uppselt og gríðarleg stemning. Bæði lið voru taplaus fyrir lokaumferðina en Stjarnan þurfti að vinna. Þetta var eins handrit að einhverri Hollywood-mynd, jafnvel ótrúlegra en það.

Þetta gerðist svo:



„Þetta tekur nokkra daga að síast inn en ég hef aldrei vaknað eins glaður og í morgun. Þetta er ótrúleg tilfinning," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, sem var valinn leikmaður ársins.

Það er vel hægt að mæla með þessu viðtali við Ólaf Karl Finsen sem var tekið eftir tímabilið. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum.



FH gerði vel í að svara þessu tímabili með því að vinna tvo Íslandsmeistaratitla í röð í kjölfarið.

Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir Stjörnuna:
Daníel Laxdal
Martin Rauschenberg
Ingvar Jónsson

KR (2013)
Síðasta Íslandsmeistaraliðið sem hér er talið upp er KR frá árinu 2013. Vesturbæjarstórveldið varð þarna meistari í 26. sinn. Liðið tryggði sér titilinn með sigri gegn Val þegar tveir leikir voru eftir. KR endaði að lokum með fimm stigum meira en FH sem varð í öðru sæti. Gary Martin gerði bæði mörk KR-inga í sigrinum gegn Val sem tryggði titilinn.


Atli Sigurjónsson og Gary Martin voru skemmtikraftarnir í þessu KR-liði.

KR var með frábært lið þarna og setti stigamet sem Stjarnan jafnaði árið eftir, en FH endaði í öðru sæti með fimm stigum minna. Þetta var annar Íslandsmeistaratitill Rúnars Kristinssonar sem þjálfara KR en hann hafði einnig stýrt liðinu til sigurs árið 2011.

Baldur Sigurðsson var valinn leikmaður ársins. „Það voru margir sem komu til greina. Það er gaman að það var KR-ingur sem fékk þennan titil og það eru margir í liðinu sem hefðu átt þetta skilið," sagði Baldur eftir að hafa fengið viðurkenninguna en þetta var stjörnuprýtt KR-lið.



Þessir spiluðu flestar mínútur fyrir KR:
Óskar Örn Hauksson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Hannes Þór Halldórsson

Hvaða lið verður Íslandsmeistari í ár?
Athugasemdir
banner
banner