Pierre-Emerick Aubameyang, fyrrum sóknarmaður Arsenal, hefur beðist afsökunar á ummælum um Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Sjá einnig:
Auba um Arteta: Getur ekki höndlað stóra persónuleika
Í myndbandi sem fór í dreifingu í netinu segir Aubameyang að Arteta geti ekki höndlað stórar stjörnur. Það var tekið upp þegar gabonski sóknarmaðurinn var hjá Barcelona.
Sjá einnig:
Auba um Arteta: Getur ekki höndlað stóra persónuleika
Í myndbandi sem fór í dreifingu í netinu segir Aubameyang að Arteta geti ekki höndlað stórar stjörnur. Það var tekið upp þegar gabonski sóknarmaðurinn var hjá Barcelona.
Í færslu á Twitter segir Aubameyang að hann hafi verið pirraður á þeim tíma sem myndbandið var tekið upp. Hann biðst afsökunar á ummælunum og segir að Arsenal sé að gera frábæra hluti á þessu tímabili og að hann óski sínum gömlu félögum góðs gengis.
Undantekning verði þó 6. nóvember þegar hans nýja félag, Chelsea, leikur gegn Arsenal á Stamford Bridge.
Aware there is a video out that was recorded just after I arrived at Barca. At the time I still had a lot of bad feelings in me - Arsenal are doing great things this season and I wish all my old guys well, just not on November 6 😜 Now full focus on tomorrow 🔵
— AUBA⚡️ (@Auba) October 10, 2022
Athugasemdir