Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 10. október 2022 13:45
Elvar Geir Magnússon
Besti kvendómari heims dæmir Portúgal - Ísland
Icelandair
Á morgun spilar kvennalandslið Íslands einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er leikið verður gegn Portúgal á útivelli.

Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

Hin franska Stephanie Frappart mun dæma leikinn en hún er talin besti kvendómari heims og mun starfa á HM karlalandsliða sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Hún varð 2020 fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild karla en árið á undan varð hún fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild franska boltans og stórleik í Evrópuboltanum. Hún dæmdi franska bikarúrslitaleikinn í karlaflokki á síðasta tímabili.

Dómarinn og aðstoðardómararnir eru franskir en fjórði dómarinn frá Skotlandi.

Notast verður við VAR í leiknum á morgun og verða það franskir karlkyns dómarar sem sjá um VAR dómgæsluna, Francois Letexier og Pierre Gaillouste.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner