Klukkan 19:15 flautar Ívar Orri Kristjánsson til leiks lokaleik 2.umferðar í úrslitakeppni Bestu deildarinnar þar sem Stjörnumenn taka á móti Víkingum á Samsungvellinum í Garðabæ.
Stjörnumenn vonast til þess að komast á blað í þessari úrslitakeppni og lyfta sér upp fyrir Valsmenn og að hlið KR í 4.sætið.
Víkingar reyna að halda í tölfræðilegan möguleika á að halda í við Breiðablik og geta það með sigri hér í kvöld. Ef Víkingum tekst hins vegar ekki að fara með sigur af hólmi i kvöld er ljóst að Breiðablik stendur uppi sem sigurvegari Bestu deildar karla.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 1 Víkingur R.
Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér fyrir neðan.
Stjörnumenn gera tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Breiðablik í 1.umferð en inn koma Daníel Finns Matthíasson og Kjartan Már Kjartansson fyrir Þórarinn Inga Valdimarsson og Eggert Aron Guðmundsson.
Víkingar gera þá þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Val en inn koma Viktor Örlygur Andrason, Arnór Borg Guðjohnsen og Danijel Dejan Djuric fyrir Helga Guðjónsson, Júlíus Magnússon og Birnir Snær Ingason.
Byrjunarlið Stjarnan:
0. Haraldur Björnsson
0. Björn Berg Bryde
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson
23. Óskar Örn Hauksson
30. Kjartan Már Kjartansson
Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
15. Arnór Borg Guðjohnsen
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson