
Estádio Capital do Móvel er staðurinn; þarna kemur í ljós hvort Ísland fari á HM í fyrsta sinn eða ekki.
Það eru allavega mjög miklar líkur á því. Leikurinn á morgun er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.
Það eru allavega mjög miklar líkur á því. Leikurinn á morgun er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á því að Ísland fari í umspilið, þó það gæti gerst.
En það eru allar líkur á því að örlögin hjá stelpunum okkar ráðist á Estádio Capital do Móvel í Paços de Ferreira, sem er úthverfi í Porto í Portúgal.
Hérna spilar karlalið Paços de Ferreira heimaleiki sína, en þeir eru í úrvalsdeildinni í Portúgal.
„Ég hef alveg séð betri aðstæður fyrir svona stóran leik, en þetta er allt í lagi. Auðvitað vill maður hafa þetta aðeins betra, en hérna er gras og tvö mörk og það nægir okkur," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Íslandsmeistari, í samtali við Fótbolta.net um völlinn sem verður spilað á, en völlurinn sjálfur leit ekkert sérlega vel út fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Á leikvanginum er pláss fyrir rúmlega 9000 manns. Hann var byggður árið 1973 og hefur síðan þá tvisvar gengið í gegnum endurbætur.
Hérna mun íslenska kvennalandsliðið vonandi komast á HM í fyrsta sinn á morgun.
Athugasemdir