
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var ekki með á æfingu þegar íslenska liðið æfði á keppnisvellinum, Estádio Capital do Móvel í Paços de Ferreira, síðdegis í dag.
Framundan er gríðarlega stór leikur hjá kvennalandsliðinu þar sem stelpurnar okkar mæta Portúgal í umspilinu fyrir HM. Leikurinn fer fram á morgun.
Framundan er gríðarlega stór leikur hjá kvennalandsliðinu þar sem stelpurnar okkar mæta Portúgal í umspilinu fyrir HM. Leikurinn fer fram á morgun.
Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.
Stelpurnar æfðu áðan og var Sara ekki með vegna veikinda sem hún er að glíma við.
„Auðvitað er ekki gott fyrir hana að æfa ekki daginn fyrir leik, en ef það hefur ekki áhrif á einhvern þá er það Sara Björk. Ég hef ekki áhyggjur að það hafi áhrif á morgun," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Íslandsmeistari, í samtali við Fótbolta.net.
„Auðvitað hefði maður viljað hafa hana á æfingu í dag, en ég hugsa að þetta séu varúðarráðstafanir."
„Alveg 100 prósent," sagði Adda aðspurð að því hvort hún haldi að Sara spili á morgun.
Allt viðtalið við Öddu birtist innan skamms.
Athugasemdir