Það verður rosalegur fallbaráttuslagur á eftir þegar FH og Leiknir eigast við klukkan 15:15 Í Kaplakrikanum. FH er í fallsæti en Leiknir er sæti ofar og miklar líkur á því að úrslitin í þessum leik skipti sköpum í baráttunni um að halda sér í Bestu deildinni.
Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, rýndi í þennan leik um helgina.
Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, rýndi í þennan leik um helgina.
Lestu um leikinn: FH 4 - 2 Leiknir R.
„Ég held að þessi leikur sé stærri fyrir FH heldur en Leikni. Leiknir á þannig prógramm eftir. Með tapi FH þá verður brekkan helvíti brött fyrir FH en ef Leiknir tapar þá á liðið samt enn möguleika á að ná að bjarga sér," segir Rafn Markús.
Þrjár umferðir eru eftir af deildinni þegar þessum leik lýkur. Fyrir FH, er þessi leikur gegn Leikni mikilvægari fyrir FH en sjálfur bikarúrslitaleikurinn?
„Á ákveðinn hátt. Sigur í bikarnum hefði gefið mikið, ef liðið hefði unnið þann leik, náð Evrópusæti og endað í 10. sæti hefði það á endanum verið flott niðurstaða. Auðvitað vill FH ekki falla, það yrði risahögg, mikið bakslag. Miðað við hvernig liðið spilaði gegn Víkingi í úrslitaleiknum var svekkjandi fyrir það að vinna ekki."
„FH hefur reynt allt, það er búið að halda samstöðufundi og hitt og þetta. Aðalmálið í þessum leik liggur hjá leikmönnum, hvort liðið er tilbúnara í þennan bardaga. Það er meiri reynsla hjá FH en það er líka hörkureynsla í Leiknisliðinu. Margir leikmenn þar þekkja það að berjast fyrir lífi sínu," segir Rafn Markús.
„Þessi lið hafa verið að fá á sig mörg mörk. FH-ingar hafa í grunninn ekki náð að setja liðið sitt almennilega saman. Markmannsstaðan hefur verið vandræði, það vantar leiðtoga í varnarleikinn. Þessir eldri leikmenn hafa ekki verið að skila nægilega miklu, það vantar aðila til að taka liðið á sínar herðar á vellinum."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir