Víkingur 3 - 0 FH
1 - 0 Adam Ægir Pálsson
2 - 0 Erlingur Agnarsson
3 - 0 Helgi Guðjónsson
Víkingur vann 3 - 0 heimasigur á FH í æfingaleik sem fór fram í Víkinni í dag. Bæði lið tefldu fram blöndu af ungum og reyndari leikmönnum og skiptu mikið enda æfingar nýhafnar.
Matthías Vilhjálmsson spilaði á miðjunni með Víkingi gegn sínum gömlu félögum í FH í dag og hjá FH var Daði Freyr Arnarsson í markinu en hann fór í hlé á síðasta ári. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson sem hefur spilað með Leikni undanfarin ár æfir á reynslu með FH þessa dagana og kom inná í seinni hálfleik.
Adam Ægir Pálsson er kominn aftur í Víking úr láni frá Keflavík og það var hann sem kom þeim í 1 - 0 í dag. Erlingur Agnarsson bætti öðru marki við og staðan í hálfleik 2 - 0. Helgi Guðjónsson bætti svo við þriðja markinu í seinni hálfleik.