Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 12:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Af hverju fögnuðu Argentínumenn í andlitið á Hollendingum?

Mynd af argentísku leikmönnunum fagna í andlitið á Hollendingum eftir að hafa unnið þá í vítaspyrnukeppninni í gær hefur vakið athygli.


Argentínumenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta en Nicolas Otamendi varnarmaður liðsins útskýrði málið.

„Það var hollenskur leikmaður sem kom upp að leikmanninum okkar þegar hann var að fara taka víti og segja eitthvað til að hræða okkur. Myndin er tekin úr samhengi en við fögnuðum út af þessu," sagði Otamendi.

Nú hefur myndband af þessum aðferðum Hollendinga sprottið upp en þetta er athyglisverð aðferð í meira lagi. Denzel Dumfries virtist vera í aðalhlutverki að reyna koma leikmönnum Argentínu úr jafnvægi.


Athugasemdir
banner
banner
banner