Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra átti stórleik fyrir Fiorentina
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir átti stórleik þegar Fiorentina vann stórsigur á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Alexandra kom Fiorentina á bragðið snemma leiks og gerði hún einnig síðasta mark leiksins í 0-4 sigri. Þetta eru hennar fyrstu mörk fyrir Fiorentina en hún gekk í raðir félagsins síðasta sumar frá Eintracht Frankfurt í Þýskalandi.

Fiorentina er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Roma sem situr á toppnum.

Tvö önnur Íslendingafélög voru í eldlínunni á Ítalíu í dag. Guðný Árnadóttir spilaði allan tímann hjá AC Milan í sigri á Sassuolo og þá spilaði Anna Björk Kristjánsdóttir allan tímann í sigri Inter á Pomigliano.

Bayern færðist nær Wolfsburg
Í þýsku úrvalsdeildinni vann Íslendingalið Bayern München 2-0 sigur gegn Bayer Leverkusen.

Glódís Perla Viggósdóttir var að sjálfsögðu í byrjunarliði Bayern og lék hún allan tímann. Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru ekki með Bayern í þessum leik.

Þýska stórveldið er núna tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg, sem á þó leik til góða.

Jón Daði kom inn af bekknum
Í ensku C-deildinni byrjaði Jón Daði Böðvarsson á bekknum hjá Bolton í tapi Shrewsbury. Hann kom inn á sem varamaður undir lokin en náði ekki að hafa mikil áhrif á leikinn.

Bolton er í fimmta sæti með 32 stig eftir 20 leiki. Ef tímabilið myndi enda núna þá færi Bolton í umspil um sæti í Championship-deildinni fyrir næstu leiktíð, en það er enn nóg eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner