
Slúðurpakki dagsins er tekinn saman af BBC frá öllum helstu miðlum heims.
Arsenal gæti endurvakið áhuga sinn á Dusan Vlahovic, 22, eftir meiðslin sem Gabriel Jesus varð fyrri á HM með Brasilíu. (Calciomercato)
Juventus vill þó bjóða Vlahovic til Atletico Madrid í skiptum fyrir portúgalska miðjumanninn Joao Felix, 23. (Calciomercato)
Leroy Sane gæti farið til Arsenal ef þessi 26 ára gamli leikmaður skrifar ekki undir nýjan samning við Bayern Munchen fyrir næsta tímabil. (Bild)
Barcelona er tilbúið að næla í portúgalska miðjumanninn Ruben Neves, fyrirliða Wolves í janúar en Xavi er ekki viss með gæði miðjumannsins. (Sport)
Leicester hefur sett 60 milljón punda verðmiða á James Maddison, 26, til að reyna fæla Newcastle í burtu. (Football Insider)
Atletico Madrid vill að Luis Enrique fyrrum landsliðsþjálfari Spánar taki við af Diego SImeone en liðið gæti fengið samkeppni frá Manchester United (AS)
Manchester United mun hefja samningaviðræður við Diogo Dalot, 23, þegar hann snýr aftur eftir góða frammistöðu með Portúgal á HM. (Fabrizio Romano)
Randal Kolo Muani, 24, framherji Fiorentina er undir smásjá Liverpool, Tottenham og Atletico Madrid en Frakkinn er metinn á 26 milljónir punda. (Fichajes)
Real Madrid hefur sett sig í samband við Benfica um möguleikann á því að næla í argentíska miðjumanninn Enzo Fernandes, 21. (O Jogo)
Mateusz Klich, 32, er í viðræðum við DC United í MLS en Wayne Rooney stýrir liðinu. (MLS Soccer)
Juventus er tilbúið að selja Weston McKennie, 24 og hefur sett 26 milljón punda verðmiða á leikmanninn. Chelsea og Tottenham hafa verið orðuð við bandaríska miðjumanninn. (Calciomercato)
Alessandro Bastoni, 23, miðvörður Inter Milan segir að hans fyrrum stjóri, Antonio Conte, reyndi að fá hann til Tottenham í sumar. (Corriere dello Sport)
Everton kannar möguleikann á að næla í senegalska vængmanninn Ismaila Sarr, 24, frá Watford en hann er metinn á 35 milljónir punda.
Eddie Howe stjóri Newcastle vill framlengja samninginn við Loris Karius, 29. Þessi fyrrum markvörður Liverpool lék sinn fyrsta leik á dögunum í 5-0 sigri á Al-Hilal í æfingaleik en hann skrifaði undir stuttan samning í september. (Chronicle Live)
Nottingham Forest ætlar að næla í Sheraldo Becker, 27, framherja Union Berlin í janúar. (Florian Plettenberg)