England og Frakkland mætast í kvöld í stórleik 8-liða úrslitana en liðin berjast um sæti í undanúrslitum þar sem sigurvegarinn mætir annað hvort Marokkó eða Portúgal.
Enski framherjinn Troy Deeney skrifaði grein á The Sun þar sem hann segir að Frakkland verði að stoppa Kane til að vinna.
„Þeir eru á annari plánetu ef þeir sjá Kane ekki sem helstu ógnina. Það er búið að taka hann vel úr umferð á mótinu til þessa og þeir vilja halda því áfram. Eins og Frakkland er ekki bara Kylian Mbappe, eru líka með Ousmane Dembele og Antoine Griezmann, þá er England ekki bara Kane," skrifaði Deeney.
Kane hefur byrjað alla leikina til þessa en hann skoraði sitt fyrsta mark á mótinu í sigrinum í 16-liða úrslitum gegn Senegal.
Athugasemdir