Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist er við því að Santos verði rekinn á næstu dögum
Búist er við því að Fernando Santos verði rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Portúgal á næstu dögum.

Portúgal tapaði í dag gegn Marokkó í átta-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.

„Á morgun mun ég fljúga til Lissabon og þar sem mun ég ræða við forseta fótboltasambandsins um framtíðina. Eins og ég geri alltaf," sagði Santos eftir leikinn í dag.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að það sé búist við því að Santos muni taka pokann sinn.

Santos, sem er orðinn 68 ára gamall, hefur stýrt portúgalska landsliðinu frá 2014. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari árið 2016 en á síðustu mótum hefur árangurinn ekki verið neitt sérstaklega góður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner