Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Englendingar áttu ekki þessi örlög skilið"
„Ég hef hrifist af Frökkum í gegnum tíðina en mér fannst - eins og seinni hálfleikur spilaðist - Englendingar ekki eiga þessi örlög skilið," sagði Ólafur Kristjánsson eftir leik kvöldsins á HM.

Sérfræðingunum í HM-stofunni á RÚV fannst ósanngjarnt að sjá England falla úr leik gegn Frakklandi.

Englendingar spiluðu vel í seinni hálfleik en þeim tókst samt ekki að forðast tap.

„Mér fannst England betri í seinni hálfleiknum og vilja þetta meira," sagði Ólafur og tók Heimir Hallgrímsson undir það.

„Sigurmark Frakka kom gegn gangi leiksins. Eigum við að kalla þetta meistaraheppni?" sagði Heimir.

Hörður Magnússon tók þá til máls. „Í kvöld áttu þeir ekki skilið að detta út, en þannig er fótboltinn - hann er grimmur. Hlutlausir sem sáu leikinn sáu að Englendingar áttu að minnsta kosti skilið að fara með leikinn í framlengingu... Hugo Lloris á einn af bestu leikjum lífs síns."

Frakkland mætir Marokkó í undanúrslitum mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner