
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net á X977 á laugardögum 12-14. HM og fleira í þættinum í dag.
Elvar Geir verður á sínum stað en Sæbjörn Steinke hleypur í skarðið fyrir Tómas Þór sem verður fjarverandi.
Elvar Geir verður á sínum stað en Sæbjörn Steinke hleypur í skarðið fyrir Tómas Þór sem verður fjarverandi.
Í fyrri hluta þáttarins verður rýnt í 8-liða úrslitin á HM. Gunnar Birgisson á RÚV og Tommi Steindórs koma í heimsókn. Þeir verða með HM Pub Quiz á Arena um kvöldið.
Í seinni hlutanum verður rætt við tvo af atvinnumönnunum okkar; Arnór Sigurðsson leikmaður Norrköping verður á línunni og Óttar Magnús Karlsson leikmaður Venezia kemur í heimsókn en hann lék með Oakland Roots í Bandaríkjunum.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir