
Grant Wahl, einn þekktasti fótboltafréttamaður Bandaríkjanna, lést í gær meðan hann var að starfa á leik Argentínu og Hollands á HM.
Wahl féll skyndilega úr sæti sínu í fjölmiðlaaðstöðunni á Lusail leikvangnum í framlengingu leiksins. Björgunaraðilar voru fljótir að koma að honum og hefja endurlífgunartilraunir en tókst ekki að bjarga lífi hans.
Wahl var að starfa á sínu áttunda heimsmeistaramóti.
Wahl féll skyndilega úr sæti sínu í fjölmiðlaaðstöðunni á Lusail leikvangnum í framlengingu leiksins. Björgunaraðilar voru fljótir að koma að honum og hefja endurlífgunartilraunir en tókst ekki að bjarga lífi hans.
Wahl var að starfa á sínu áttunda heimsmeistaramóti.
Á mánudag hafði hann greint frá því að hann hefði heimsótt sjúkrahús í Katar þar sem hann hefði fundið fyrir verk fyrir brjósti. Hann taldi verkinn hafa staðið af litlum svefni og vinnuálagi.
Bróðir hans, Eric Wahl, telur að mögulega hafi verið um morð að ræða. Hann segir Grant hafa verið heilbrigðan en hann hafi fengið líflátshótanir.
Eric er samkynhneigður og til að sýna bróður sínum stuðning hafði Grant klæðst bol með regnbogalitum á mótinu. Hann hafði greint frá því að hann var tekinn af öryggisvörðum og var í haldi í 25 mínútur. Hann var síðan látinn laus og fékk afsökunarbeiðni frá FIFA.
Á dögunum var Grant Wahl verðlaunaður af FIFA og alþjóðlegu íþróttafréttasamtökunum AIPS fyrir að hafa fjallað um átta heimsmeistaramót. Hann mætti á öll HM frá því að keppnin var í Bandaríkjunum 1994.
Hann var 48 ára og starfaði fyrir CBS Sports. Áður vann hann hjá Sports Illustrated og Fox Sports. Árið 2009 gaf hann út bókina The Beckham Experiment sem fjallar um komu David Beckham í bandarísku MLS-deildina og áhrif hans á bandarískan fótbolta.
Hann hefur komið til Íslands og fjallað um íslenskan fótbolta en hér að neðan má sjá þátt sem hann gerði hér á landi.
U.S. Soccer Statement On The Passing Of Grant Wahl: pic.twitter.com/CBp1mCK1mQ
— U.S. Soccer (@ussoccer) December 10, 2022
Athugasemdir