Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kærasta Ronaldo: Þú mátt ekki vanmeta besta leikmann í heimi
Georgina Rodriguez, kærasta Cristiano Ronaldo, lét í sér heyra á samfélagsmiðlum í kvöld.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, lék líklega sinn síðasta leik á heimsmeistaramóti þegar Portúgal tapaði gegn Marokkó í átta-liða úrslitum HM í kvöld.

Ronaldo kom inn á sem varamaður í dag, líkt og hann gerði gegn Sviss í 16-liða úrslitum. Fernando Santos, þjálfari Portúgal, tók ákvörðun að setja hinn 37 ára gamla Ronaldo á bekkinn eftir riðlakeppnina.

Þessi ákvörðun féll ekki vel í kramið hjá fjölskyldu Ronaldo. Rodriguez er ósátt við Santos þjálfara og lét þá skoðun í ljós á Instagram í dag.

„Þegar þú komst inn í leikinn þá breyttist allt. Þú mátt ekki vanmeta besta leikmann í heimi, þitt langbesta vopn. Lífið kennir okkur margt. Í dag töpuðum við ekki, við lærðum. Cristiano, við dáumst að þér," skrifaði hún á Instagram.

Santos sagði eftir leikinn í dag að hann sæi ekki einu né neinu á þessu móti.
Athugasemdir
banner
banner
banner