
Harry Kane, fyrirliði Englands, fór ekki í neinn feluleik eftir tap Englands gegn Frakklandi í átta-liða úrslitunum á HM í kvöld.
Kane klikkaði á vítapunktinum seint í leiknum þar sem hann hefði getað jafnað metin. Hann skoraði úr vítaspyrnu fyrr í leiknum en setti boltann yfir markið úr seinni spyrnu sinni.
Kane klikkaði á vítapunktinum seint í leiknum þar sem hann hefði getað jafnað metin. Hann skoraði úr vítaspyrnu fyrr í leiknum en setti boltann yfir markið úr seinni spyrnu sinni.
Kane ræddi við fjölmiðlamenn eftir leik þar sem hann var auðvitað spurður út í klúðrið.
„Ég undirbý mig alltaf, hvort sem ég fæ eina vítaspyrnu eða tvær. Ég hef alltaf hugmynd um hvað ég ætla að gera," sagði Kane.
„Fyrri spyrnan var frábær en ég hitti boltann bara ekki nægilega vel í seinna skiptið, ég hitti hann ekki eins og ég vildi gera."
„Þetta er auðvitað sárt en sem fyrirliði þá gæti ég ekki verið stoltari af liðinu," sagði sóknarmaðurinn öflugi.
Athugasemdir