Manchester United tapaði gegn Real Betis í æfingaleik á Spáni á þessu laugardagskvöldi.
United hefur verið að nýta HM-pásuna til að æfa og spila við góðar aðstæður á Spáni.
United hefur verið að nýta HM-pásuna til að æfa og spila við góðar aðstæður á Spáni.
Liðið tapaði gegn Cadiz á dögunum og þurfti að sætta sig við annað tap í kvöld. Í þetta skiptið var Betis andstæðingurinn en það var bara eitt mark sem skildi liðin að. Margir ungir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig í þessum leik.
Nabil Fekir skoraði eina mark leiksins fyrir Betis, sem er í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Næsti leikur Man Utd er eftir ellefu daga þegar þeir mæta Burnley í deildabikarnum.
Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Mengi, Lindelöf, Williams, Zidane, McTominay, Hansen-Aarøen, Garnacho, Martial, Elanga.
Athugasemdir