
Leikur Marokkó og Portúgal er kominn á fulla ferð í 8 liða úrslitum.
Það vekur athygli að það eru enn nokkur sæti laus á vellinum en erlendir fjölmiðlar greina frá því að það sé mikið vesen fyrir utan leikvanginn þar sem miðalausir aðdáendur eru að reyna smygla sér inn.
Það gerir það að verkum að þessir aðilar tefja fyrir þeim sem eiga miða.
Eftirminnilegt er þegar svipað var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madrid mættust í úrslitum Meistaradeildarinnar.
I have never seen a scene like outside Al Thumama Stadium just now. Half the fans don’t have tickets, and there is massive crowding at the gates. Fans are pushing in and evading barriers. It’s insane.
— Mahesh K (@MaheshNYCTO) December 10, 2022
Athugasemdir