Undirbúningstímabilið á Íslandi er komið á fleygiferð. Það voru leiknir æfingaleikir í dag, á köldum degi í desember.
Í Fossvoginum mættust Víkingar og FH, en þar höfðu bikarmeistararnir betur.
Matthías Vilhjálmsson spilaði á miðjunni með Víkingi gegn sínum gömlu félögum í FH í dag. Adam Ægir Pálsson er kominn aftur í Víking úr láni frá Keflavík og það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins.
Erlingur Agnarsson bætti öðru marki við og staðan í hálfleik 2-0. Helgi Guðjónsson bætti svo við þriðja markinu í seinni hálfleik.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, skartaði áhugaverðu útliti á hliðarlínunni eins og sjá má á myndum sem Hafliði Breiðfjörð tók á leiknum. Arnar var býsna vel klæddur - meðal annars í tveimur úlpum - og má gera ráð fyrir að honum hafi ekki verið mjög kalt.
Arnar er svo sannarlega tilbúinn að takast á við veturinn!
Nýi þjálfaragallinn hjá Arnari Gunnlaugs er eitthvað annað! Úr leik gegn FH í dag. #fotboltinet pic.twitter.com/X1buN0MFuf
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) December 10, 2022
Athugasemdir