
Fyrri leikur dagsins í 8-liða úrslitum HM er viðureign spútnikliðs Marokkó og Portúgals. Sá leikur hefst klukkan 15:00 og seinni leikurinn er svo viðureign Frakklands og Englands sem hefst klukkan 19:00.
Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, spáir í fyrri leik dagsins.
Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, spáir í fyrri leik dagsins.
Óðinn Svan Óðinsson:
Marokkó 0 - 0 Portúgal
Þó ég voni innilega að við fáum markaleik þá hafa Marokkóarnir sýnt að þeir kunna þá list að múra fyrir markið.
Þannig að þessi leikur fer 0-0 fer alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar verður Ronaldo hetjan og skorar sigurmarkið framhjá Bono.
Draumurinn um stærsta íþróttaviðburð sögunnar lifir!
Fótbolti.net spáir - Aksentije Milisic:
Marokkó 0 - 2 Portúgal
Ég hef verið mjög hrifinn af liði Marokkó á þessu móti, þeir verjast mjög vel og finna svo réttu mómentin til að beita skyndisóknum, ég ber mikla virðingu fyrir því.
Liðið varð fyrir nokkrum áföllum meiðslalega séð í leiknum gegn Spáni og því miður held ég að Marokkó falli úr leik en liðið mun þó gefa sjóðheitum Portúgölum góðan leik.
Marokkó mun reyna að drepa tempóið í leiknum og láta tímann líða en það verður hins vegar litli galdramaðurinn Joao Felix sem kemur Portúgölum í forystu. Marokkó nær að halda stöðunni í 0-1 lengi vel og þannig halda sér í möguleika, í restina reynir liðið að pota inn einu úr föstu leikatriði en fær það í bakið. Rafael Leao kemur enn og aftur inn af bekknum og gulltryggir Portúgal í undanúrslit.
Athugasemdir