Rashford, Isak, Trossard, Martinelli, Osimhen, Adeyemi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. desember 2022 15:24
Hafliði Breiðfjörð
Pétur Bjarnason í Fylki (Staðfest)
Pétur Bjarnason er kominn í Árbæinn og verður þar næstu árin.
Pétur Bjarnason er kominn í Árbæinn og verður þar næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Fylkir tilkynnti í dag að framherjinn Pétur Bjarnason sé genginn í raðir félagsins frá Vestra.

Pétur sem er 25 ára gamall spilaði á dögunum æfingaleik með Fylki og gengur nú í raðir félagsins.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki í dag.


Pétur hóf feril sinn árið 2014 þá aðeins 16 ára gamall og hefur leikið allan sinn feril fyrir vestan.

Leikirnir eru orðnir 211 og mörkin 76 talsins.

Fylkir eru nýliðar í Bestu-deildinni á næsta ári en þeir unnu Lengjudeildina í haust. Pétur er fjórði leikmaðurinn sem félagið fær til liðs við sig í vetur en aðeins einn er farinn, Ásgeir Börkur Ásgeirsson.

Komnir
Elís Rafn Björnsson frá Stjörnunni
Emil Ásmundsson frá KR
Jón Ívan Rivine frá Gróttu

Farnir
Ásgeir Börkur Ásgeirsson


Athugasemdir
banner
banner
banner