
Áfallið á HM hjá þýska landsliðinu hefur vegið þungt á leikmenn liðsins en Jamal Musiala ákvað að taka sér góða pásu frá öllum fótbolta til að hreinsa hugann.
Manuel Neuer gerði slíkt hið sama og ákvað að skella sér á skíði. Það endaði þó ekki vel þar sem hann fótbrotnaði og þurfti að fara í aðgerð í gær.
Hann staðfesti það á Instagram síðu sinni að hann verður frá út tímabilið.
„Hvað get ég sagt, endirinn á þessu ári hefði getað farið betur. Ég var að reyna hreinsa hugann með því að fara á skíði en ég endaði með því að fóturinn brákaðist. Aðgerðin gekk vel í gær. Ég vil þakka öllum læknunum. Það er sárt að vita að tímabilinu er lokið hjá mér," skrifaði Neuer á Instagram.
Neuer var meiddur fyrr á tímabilinu en hann var frá í tæpan mánuð frá október til nóvember.