
Jude Bellingham sýndi það í kvöld að hann er framtíðarfyrirliði enska landsliðsins.
Bellingham, sem er 19 ára gamall, spilaði stórkostlega á heimsmeistaramótinu í Katar. Var hann líklega besti leikmaður liðsins á mótinu heilt yfir.
Bellingham, sem er 19 ára gamall, spilaði stórkostlega á heimsmeistaramótinu í Katar. Var hann líklega besti leikmaður liðsins á mótinu heilt yfir.
Harry Kane, fyrirliði Englands, klikkaði á vítaspyrnu seint í leiknum og Frakkland vann að lokum 2-1. Eftir vítaklúðrið þá var Bellingham sá fyrsti sem fór upp að Kane og hughreysti hann. Bellingham sýndi það í kvöld hversu mikill leiðtogi hann er.
„Þessi strákur verður fyrirliði Englands einn daginn. Hann er nú þegar leiðtogi," skrifar fjölmiðlamaðurinn James Sharpe á Twitter og taka margir í sama streng.
Rætt var um Bellingham í HM-stofunni á RÚV í kvöld. „Þetta er ótrúlegt efni," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíku.
Athugasemdir