Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   þri 11. október 2022 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Paços de Ferreira
Einkunnagjöf Íslands: Glódís í allt öðrum klassa
Icelandair
Glódís var stórkostleg í leiknum.
Glódís var stórkostleg í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane í baráttunni í leiknum.
Sveindís Jane í baráttunni í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Selma Sól átti fínan leik.
Selma Sól átti fínan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Stelpurnar okkar fara ekki á HM eftir tap gegn Portúgal í umspilinu fyrir HM. Gríðarlega svekkjandi niðurstaða.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

Sandra Sigurðardóttir - 6
Varði virkilega vel í fyrri hálfleiknum. Hafði ekkert rosalega mikið að gera heilt yfir í leiknum. Fór aðeins of snemma niður í seinna marki Portúgals.

Guðný Árnadóttir - 5
Heilt yfir góðar fyrstu 90 hjá Guðnýju en varnarleikurinn í öðru markinu var ekki nægilega góður. Framlengingin var slök hjá henni.

Glódís Perla Viggósdóttir - 8
Stórkostlegur leikur hjá Glódísi. Skoraði markið og var hreint út sagt mögnuð lengst af. Leit ekki sérlega vel út í fjórða markinu.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 ('110)
Var í rosalega miklu basli. Hefði átt að gera betur í fyrsta markinu þegar boltinn skoppaði yfir hana. Gerði leikmann Portúgals réttstæðan í þriðja markinu. Réð ekki mikið við framherja Portúgal og hefði líklega átt að fara fyrr út af. Getur mun betur.

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - 5
Var í smá brasi og fær svo (óverðskuldað) rautt spjald.

Dagný Brynjarsdóttir - 5 ('110)
Dagný náði ekki að hafa eins mikil áhrif á leikinn og hún hefði örugglega viljað.

Sara Björk Gunnarsdóttir - 5
Dalaði skiljanlega eftir því sem leið á leikinn, eftir að hafa verið veik i gær. Tapaði einvíginu í þriðja markinu og leit ekki vel út í fjórða markinu. Spilaði 120 mínútur eftir að hafa verið veik í gær sem er magnað. Fórnaði sér fyrir liðið.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 4 ('61)
Var ekki að lesa leikinn nægilega vel á köflum. Hefur átt mun betri leiki.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 5
Var spræk, sérstaklega í seinni hálfleiknum. En vantar rosalega mikið upp á ákvarðanatökur á síðasta þriðjungi. Átti að skora sigurmark Íslands þegar hún setti boltann fram hjá.

Selma Sól Magnúsdóttir - 6 ('89)
Var öflug heilt yfir og átti geggjaða stoðsendingu að markinu.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 5 ('70)
Átti í basli með að koma sér almennilega inn í leikinn. Hefði átt að skora þegar hún hitti ekki boltann í fyrri hálfleik.

Varamenn:

Alexandra Jóhannsdóttir - 5 ('61)
Kom inn og barðist, en hefði heilt yfir getað gert betur. Erfitt að koma inn á þegar við erum einum færri.

Svava Rós Guðmundsdóttir - 5 ('70)
Kom inn með kraft sem hjálpaði liðinu, en náði ekki að gera mikið fram á við

Agla María Albertsdóttir - 4 ('89)
Fékk frábært tækifæri til að jafna en var of lengi að athafna sig.

Amanda Andradóttir og Guðrún Arnardóttir spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner