EM-Innkastið er hljóðvarpsþáttur sem Fótbolti.net sendir út frá Frakklandi á meðan EM er í gangi. Þátturinn er daglega á meðan Ísland er með á mótinu.
Elvar Geir Magnússon og Magnús Már Einarsson ræða um EM en gestur í þessum öðrum þætti er Guðmundur Hilmarsson, hinn reyndi blaðamaður Morgunblaðsins
Þátturinn er tekinn upp í Saint-Etienne þar sem Ísland mætir Portúgal og er hitað vel upp fyrir þann leik ásamt því að aðrir leikir eru skoðaðir og fjallað um Bastian Schweinsteiger og Luka Modric.
Þá er spilað viðtal sem Magnús Már Einarsson tók við portúgalska íþróttafrettamanninn Luis Mateus sem gefur okkur innsýn inn í mótherja okkur á morgun og svarar spurningunni hvort Cristiano Ronaldo sé betri en Lionel Messi?
Sjá einnig:
Hlustaðu á EM-Innkastið gegnum Podcast-forrit
EM-Innkastið:
1. þáttur: Læti í Frakklandi
Athugasemdir