Ourense CF 0 - 2 Valencia
0-1 Francisco Carmona, sjálfsmark ('50)
0-2 Umar Sadiq ('78)
0-1 Francisco Carmona, sjálfsmark ('50)
0-2 Umar Sadiq ('78)
Valencia er komið áfram í 8-liða úrslit spænska bikarsins eftir þægilegan sigur gegn C-deildarliði Ourense CF í kvöld.
Þetta var fjórði leikur Carlos Corberán í þjálfarasætinu síðan hann tók við félaginu fyrir ellefu dögum síðan.
Staðan var markalaus í hálfleik en Valencia tók forystuna með sjálfsmarki í upphafi síðari hálfleiks áður en Umar Sadiq, sem er nýkominn til félagsins, innsiglaði sigurinn á 78. mínútu.
Valencia er fyrsta félagið til að tryggja sér þátttöku í 8-liða úrslitum bikarsins í ár.
Athugasemdir