Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 14. janúar 2025 23:45
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Strákarnir vonsviknir að hafa ekki unnið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari Nottingham Forest var hress eftir 1-1 jafntefli gegn Liverpool í toppbaráttuslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fór fram fyrr í kvöld.

Forest tók forystuna snemma leiks og leiddi í hálfleik en Liverpool skipti um gír eftir leikhlé og skapaði sér urmul færa. Boltinn endaði þó aðeins einu sinni í netinu þegar Diogo Jota skallaði hornspyrnu Kostas Tsimikas inn af stuttu færi, sekúndum eftir að þeim hafði báðum verið skipt inná.

„Þetta var góður leikur, hann var mjög skemmtilegur. Í fyrri hálfleik vorum við vel skipulagðir og gáfum lítið af færum á okkur en seinni hálfleikurinn var eins og borðtennisleikur og þannig líður Liverpool best. Þegar sóknarleikmennirnir þeirra hafa svona mikið pláss þá njóta þeir sín best, þeir eru ótrúlega snöggir og hæfileikaríkir fótboltamenn. Ég er stoltur af vinnuframlaginu sem við sýndum í dag," sagði Espírito Santo

„Liverpool skapaði sér mikið af færum í seinni hálfleik og þeir áttu skilið að skora. Við erum mjög þakklátir fyrir Matz, hann er fullur sjálfstrausts og er að standa sig ótrúlega vel í markinu."

Nuno er mjög kátur með stuðninginn af áhorfendapöllunum og annað sætið ...

„Stuðningurinn var ótrúlegur allan leikinn, fólk áttaði sig á hversu sterkum andstæðingum við vorum að mæta og studdi okkur allan tímann. Stuðningsfólkið hjálpaði okkur að verjast allan leikinn og í uppbótartímanum var eins og orkan þeirra smitaðist til leikmanna svo þeir gátu haldið áfram að hlaupa.

„Við erum mjög ánægðir með stöðuna í deildinni og ég er ótrúlega stoltur af þessum leikmannnahópi. Við munum halda áfram á okkar braut og ætlum að reyna að njóta vegferðarinnar eins og við getum. Við erum að standa okkur vel og þurfum að leggja mikið á okkur til að halda því áfram.

„Það var mjög gott merki í búningsklefanum eftir leik að strákarnir voru vonsviknir að hafa ekki unnið. Liverpool er ótrúlega sterkt lið, þeir eru stórkostlegir og það er magnað að geta keppt svona við þá. Við viljum halda áfram að bæta okkur enn meira."

Athugasemdir
banner
banner
banner