Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 14. janúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagður framtíðarfyrirliði Brasilíu
Vitor Reis.
Vitor Reis.
Mynd: Getty Images
Marquinhos.
Marquinhos.
Mynd: Getty Images
Manchester City virðist vera að ganga frá kaupum á varnarmanninum Vitor Reis.

Man City hefur náð samkomulagi við brasilíska félagið Palmeiras um kaupverð. Heildarupphæðin nemur tæplega 40 milljónum evra og vill City fá leikmanninn strax til sín, án þess að senda hann aftur til Brasilíu á lánssamningi.

Reis er 19 ára gamall og spilar sem miðvörður að upplagi en getur einnig spilað í hægri bakverði. Hann á 9 leiki að baki fyrir U17 landslið Brasilíu og hefur aðeins spilað 22 keppnisleiki á ferli sínum hjá Palmeiras.

Reis kemur úr mikilli hæfileikaverksmiðju hjá Palmeiras en félagið hefur á undanförnum árum selt marga leikmenn. Þar á meðal Endrick til Real Madrid og Estevao til Chelsea.

Núna er Vitor Reis á leiðinni til Man City en hann hafði einnig verið orðaður við Arsenal og Real Madrid.

Reis gekk í raðir Palmeiras þegar hann var aðeins tíu ára gamall en hann vakti fljótt athygli fyrir leiðtogahæfileika sína. Hann hefur verið með fyrirliðabandið hjá yngri liðum Palmeiras og Brasilíu. Í grein Goal um hann er talað um Reis sem framtíðarfyrirliða Brasilíu.

Honum er í sömu grein líkt við Marquinhos, landa sinn sem hefur lengi spilað með Paris Saint-Germain. „Ég hef alltaf litið upp til Marquinhos," hefur Reis sjálfur sagt.

Reis hefur getið af sér gott orð fyrir að vera sérlega góður á boltanum og fyrir að lesa leikinn vel. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hann nái að hafa áhrif á lið Englandsmeistarana á þessu tímabili en þarna er á ferðinni gríðarlega spennandi leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner