Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mán 16. júlí 2018 22:23
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Rafn til Midtjylland (Staðfest)
Mynd: Blikar.is
Knattspyrnustarf Breiðabliks er heldur betur að skila sér en Elías Rafn Ólafsson er fjórði leikmaður félagsins sem er fæddur 2000 og heldur út í atvinnumennsku.

Dönsku meistararnir í FC Midtjylland eru búnir að kaupa Elías, sem er efnilegur markvörður.

Mikael Anderson er þegar á mála hjá félaginu en hann verður á láni hjá Excelsior í hollenska boltanum út tímabilið.

Elías hefur ekki spilað keppnisleik fyrir meistaraflokk Blika og æfði með meistaraflokki FH sumarið 2017.

„Blikar óska Elíasi til hamingju með þennan áfanga og um leið velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með okkar manni hjá dönsku meisturunum," stendur í yfirlýsingu frá Blikum.

Elías er, eins og áður segir, fjórði leikmaðurinn úr 2000 árgangi Blika sem heldur út. Fyrr í sumar fór Patrik Sigurður Gunnarsson til Brentford og í fyrra fór Arnór Borg Guðjohnsen til Swansea á meðan Ágúst Eðvald Hlynsson hélt til Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner
banner