Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla í mál við sænska fjölmiðla
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Mbappe er á mála hjá Real Madrid.
Mbappe er á mála hjá Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Lögmaður frönsku ofurstjörnunnar Kylian Mbappe segir að fréttaflutningur sænskra fjölmiðla sé „algjörlega falskur og óábyrgur".

Mbappe var ekki hluti af franska landsliðinu síðasta landsliðsglugga vegna meiðsla en hann ákvað því að skella sér til Stokkhólms ásamt vinum sínum. Fór hann út á lífið með þeim á meðan franska landsliðið spilaði.

Í gær sögðu sænskir fjölmiðlar frá því að Mbappe sé sakaður um nauðgun sem átti sér stað á hóteli sem hann gisti á í Stokkhólmi. Blaðamaður Expressen segir að Mbappe sé 100 prósent sá sem lögregla er að rannsaka í tengslum við málið.

Mbappe steig fram í vikunni á samfélagsmiðlum og sagði þetta einfaldlega „falsfréttir" og lögmaður hans segist ætla í mál við sænska fjölmiðla.

„Þessar ásakanir eru algjörlega rangar og óábyrgar. Útbreiðsla þeirra er óviðunandi. Kylian Mbappé mun ekki líða undir neinum kringumstæðum að heilindi hans, orðstír og heiður verði eyðilagður af órökstuddum ásökunum," segir í yfirlýsingu frá teyminu í kringum frönsku fótboltastjörnuna.

„Til þess að binda endi á þessa eyðileggingu á ímynd hans verða allar nauðsynlegar lagalegar aðgerðir gerðar til að koma á sannleikanum á ný og elta hvern þann einstakling eða fjölmiðil sem tekur þátt í siðferðislegri áreitni og þeirri ærumeiðandi meðferð sem Kylian Mbappé verður ítrekað fyrir."

Marie-Alix Canu-Bernard, lögmaður Mbappe, kom fram í frönsku sjónvarpi í gær þar sem hún sagðir þessar fréttir vera skandal. Hún segir að Mbappe sé sjálfur rólegur þrátt fyrir tíðindin. Hún segir þó jafnframt að Mbappe sé hissa yfir fréttaflutningnum og skilji ekki hvað fólk hafi á móti sér.

Real Madrid hélt krísufund í gær og var Mbappe í kjölfarið klippur út úr auglýsingu á vegum félagsins.
Athugasemdir
banner
banner