Þjóðverjinn Thomas Tuchel verður næsti landsliðsþjálfari Englands. Ráðningin á honum hefur verið staðfest en hann mun taka formlega við stjórn liðsins í janúar 2025.
Aðstoðarmaður Tuchel verður Anthony Barry en þeir unnu saman hjá bæði Chelsea og Bayern München.
Tuchel er 51 árs gamall og verður þriðji útlendingurinn til að taka við stjórn á enska landsliðinu eftir Sven-Göran Eriksson og Fabio Capello.
Tuchel hefur þjálfað stórlið á borð við FC Bayern, Paris Saint-Germain og Chelsea á ferli sínum sem þjálfari og kemur því með góða reynslu inn í landsliðsþjálfarastarfið.
Lee Carsley mun stýra liðinu út árið en snýr svo aftur í U21 landsliðið.
Athugasemdir