Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ánægður með sína stöðu hjá Man City
Ortega spilaði 20 leiki á síðustu leiktíð, þar af 9 í ensku úrvalsdeildinni.
Ortega spilaði 20 leiki á síðustu leiktíð, þar af 9 í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Þýski markvörðurinn Stefan Ortega er 31 árs gamall varamarkvörður Manchester City, en hann hefur engin áform um að yfirgefa félagið.

Ortega segist líða vel hjá félaginu en hann var keyptur frá þýska félaginu Arminia Bielefeld sumarið 2022.

Ortega hefur því verið hjá Man City í rúmlega tvö ár og fengið að spila 36 leiki þrátt fyrir að vera varamarkvörður.

„Framtíðin mín er hjá Manchester City. Ég sé enga ástæðu til að yfirgefa þetta félag," sagði Ortega við Sky í Þýskalandi þegar hann var spurður út í framtíðina sína, með rétt tæp tvö ár eftir af samningi við City.

„Ég er búinn að spila 36 keppnisleiki á tveimur árum hjá félaginu. Það er ekki eðlileg tölfræði fyrir varamarkmann. Ég er mjög ánægður."
Athugasemdir