Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Amorim næsti stjóri Man City? - Þetta er verðmiðinn á Antony
Powerade
Ruben Amorim.
Ruben Amorim.
Mynd: Getty Images
Alphonso Davies.
Alphonso Davies.
Mynd: EPA
Antony má fara frá Manchester United.
Antony má fara frá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ruben Amorim, Alphonso Davies, Antony og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins.

Manchester City er að íhuga það að ráða Ruben Amorim (39), stjóra Sporting í Portúgal, sem næsta stjóra sinn ef Pep Guardiola (53) ákveður að hætta eftir tímabilið. (Guardian)

Alphonso Davies (23), bakvörður Bayern München, er ofarlega á óskalista Manchester United fyrir næsta sumar. (Sky í Þýskalandi)

Man Utd er opið fyrir því að selja kantmanninn Antony (24) á 40 milljónir punda eða leyfa honum þá að fara á láni í janúar. (Mail)

Barcelona gæti reynt að fá miðjumennina Romeo Lavia (20) og Carney Chukwuemeka (20), báða frá Chelsea, í janúar. (Sport)

Mörg félög, þar á meðal Arsenal, eru að fylgjast með stöðu mála hjá framherjanum Alexander Isak (25) þar sem hann er ekki búinn að skrifa undir samning við Newcastle. (talkSPORT)

Senegalski miðjumaðurinn Cheikhou Kouyate (34) fór í læknisskoðun hjá Leeds í gær en hann er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Nottingham Forest. (Football Insider)

Paris Saint-Germain hefur enn áhuga á Marcus Rashford (26), framherja Manchester United, eftir að hafa reynt að fá hann síðasta sumar. (Team talk)

Chelsea er ekki tilbúið að hlusta á tilboð í sóknarmanninn Christopher Nkunku (26) þrátt fyrir áhuga frá PSG. (Football Insider)

Arsenal vildi fá markvörðinn Joan Garcia (23) frá Espanyol í sumar en riftunarverðið í samningi hans hefur lækkað í 25 milljónir evra. (Mundo Deportivo)

Manchester City mun biðja um metfé fyrir Erling Haaland (24) ef annað hvort Barcelona eða Real Madrid vilja kaupa hann; Norðmaðurinn verði þá dýrasti leikmaður í sögu fótboltans. (Team talk)

Stórlið á borð við Arsenal, Chelsea, Man City og Tottenham eru að fylgjast með Georgiy Sudakov (22), miðjumanni Shakhtar Donetsk og úkraínska landsliðsins. (I Sport)
Athugasemdir