Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 15. október 2024 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Svisslendingar vildu sigurmark gegn Dönum
Mynd: EPA
Sviss gerði 2-2 jafntefli við Danmörku í Þjóðadeildinni í dag eftir að hafa tekið forystuna í tvígang á heimavelli.

Dönum tókst að jafna í bæði skiptin, þar sem Christian Eriksen gaf fyrst stoðsendingu og skoraði svo sjálfur.

Svisslendingar töldu sig þó hafa gert löglegt sigurmark á lokakafla leiksins en það var ekki dæmt gilt vegna þess að dómarinn sagði boltann hafa farið útfyrir endalínuna áður en hann barst inn í vítateiginn. Þetta var þó ekki hægt að staðfesta með endursýningum og hefur það farið fyrir brjóstið á Svisslendingum sem eru sannfærðir um að boltinn hafi í raun aldrei farið útaf.

Boltinn endaði í netinu eftir hornspyrnuna en tyrkneski dómari leiksins dæmdi boltann úr leik, eftir að hann hafði flogið yfir þvöguna í markteignum og lent hjá Zeki Amdouni sem kláraði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi.

Zeki Amdouni disallowed goal vs. Denmark 73'
byu/Ryponagar insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner