Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   þri 15. október 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gríðarlegur áhugi á nýjasta landsliðsmanni Englands
Angel Gomes.
Angel Gomes.
Mynd: Getty Images
Það er mikill áhugi á Angel Gomes, nýjum landsliðsmanni Englands, þessa stundina.

Gomes er mjög eftirsóttur þar sem samnningur hans við franska félagið Lille rennur út eftir tímabilið.

Það er mikill áhugi á honum úr ensku úrvalsdeildinni samkvæmt vefmiðlinum GiveMeSport en félögin sem eru nefnd eru Aston Villa, Manchester United, Newcastle og Tottenham.

Gomes, sem er lunkinn sóknarsinnaður miðjumaður, var áður á mála hjá Man Utd áður en hann fór til Frakklands. Þar hefur hann sprungið út.

Það er líka áhugi á honum frá Þýskalandi og Ítalíu og verður spennandi að sjá hvað gerist.
Athugasemdir
banner
banner