Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 14. október 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gagnrýndur fyrir kjánaskap gegn Íslandi
Icelandair
Brennan Johnson
Brennan Johnson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur.
Jón Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eftir rúmlega hálftíma leik á föstudagskvöld fengu þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Brennan Johnson, annar af markaskorurum Wales, gult spjald. Báðir voru að fá sitt annað gula spjald í Þjóðadeildinni og verða því ekki með liðum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar.

Johnson missir af leiknum gegn Svartfjallalandi og Jón Dagur missir af leiknum gegn Tyrklandi.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Wales

Eftir að Neco Williams kom í veg fyrir mark frá Andra Lucasi Guðjohnsen hélt Jón Dagur á botlanum og labbaði af stað með hann. Johnson var ekki hrifinn af því og sló boltann úr höndum Jóns Dags og íslenski vængmaðurinn greip þá í Johnson. Sá velski ýtti þá í Jón Dag sem féll til jarðar.

Johnson er funheitur þessa dagana, hefur skorað í sjö leikjum í röð í öllum keppnum og er algjör lykilmaður í liði Wales. Hann fór af velli í hálfleik á föstudaginn í stöðunni 0-2 fyrir Wales og seinni hálfleikurinn var eign íslenska liðsins.

„Hann var á réttum stað á réttum tíma í markinu sínu. Hins vegar, þá fékk hann frekar kjánalegt spjald sem verður til þess að hann má ekki spila á mánudaginn gegn Svartfjallandi. Tekinn af velli," segir í umfjöllun WalesOnline um leikinn.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Wales 6 3 3 0 9 - 4 +5 12
2.    Tyrkland 6 3 2 1 9 - 6 +3 11
3.    Ísland 6 2 1 3 10 - 13 -3 7
4.    Svartfjallaland 6 1 0 5 4 - 9 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner