Eftir rúmlega hálftíma leik á föstudagskvöld fengu þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Brennan Johnson, annar af markaskorurum Wales, gult spjald. Báðir voru að fá sitt annað gula spjald í Þjóðadeildinni og verða því ekki með liðum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar.
Johnson missir af leiknum gegn Svartfjallalandi og Jón Dagur missir af leiknum gegn Tyrklandi.
Johnson missir af leiknum gegn Svartfjallalandi og Jón Dagur missir af leiknum gegn Tyrklandi.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Wales
Eftir að Neco Williams kom í veg fyrir mark frá Andra Lucasi Guðjohnsen hélt Jón Dagur á botlanum og labbaði af stað með hann. Johnson var ekki hrifinn af því og sló boltann úr höndum Jóns Dags og íslenski vængmaðurinn greip þá í Johnson. Sá velski ýtti þá í Jón Dag sem féll til jarðar.
Johnson er funheitur þessa dagana, hefur skorað í sjö leikjum í röð í öllum keppnum og er algjör lykilmaður í liði Wales. Hann fór af velli í hálfleik á föstudaginn í stöðunni 0-2 fyrir Wales og seinni hálfleikurinn var eign íslenska liðsins.
„Hann var á réttum stað á réttum tíma í markinu sínu. Hins vegar, þá fékk hann frekar kjánalegt spjald sem verður til þess að hann má ekki spila á mánudaginn gegn Svartfjallandi. Tekinn af velli," segir í umfjöllun WalesOnline um leikinn.
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Wales | 6 | 3 | 3 | 0 | 9 - 4 | +5 | 12 |
2. Tyrkland | 6 | 3 | 2 | 1 | 9 - 6 | +3 | 11 |
3. Ísland | 6 | 2 | 1 | 3 | 10 - 13 | -3 | 7 |
4. Svartfjallaland | 6 | 1 | 0 | 5 | 4 - 9 | -5 | 3 |
Athugasemdir