Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 12:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lokaleik Bestu deildarinnar seinkað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaleik Bestu deildarinnar, mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks, hefur verið seinkað um fjóra og hálfan klukkutíma.

Leikurinn er sá eini sem fer fram sunnudaginn 27. október en hinir fimm leikir lokaumferðarinnar fara fram daginn áður.

Leikurinn verður alvöru úrslitaleikur nema ef Breiðablik tapar gegn Stjörnunni um komandi helgi og Víkingur vinnur ÍA. Þá yrðu þrjú stig á milli liðanna en munurinn í markatölu að minnsta kosti ellefu mörk og því þyrfti Breiðablik að vinna með sex mörkum til að landa titlinum - sem er mjög óraunhæft.

Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og átti að hejast 14:00 en leiktímanum hefur verið breytt í 18:30.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner
banner