Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Reece James byrjaður að æfa með hópnum
Reece James vonar að meiðsalvandræðin séu að baki.
Reece James vonar að meiðsalvandræðin séu að baki.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn öflugi Reece James er byrjaður að æfa aftur með aðalliði Chelsea eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í ágúst.

Hinn 24 ára gamli James hefur misst af gríðarlega miklum spiltíma síðustu tvö ár vegna meiðslavandræða og vonast til að halda sér heilum í þetta skiptið.

James hefur ekki spilað keppnisleik síðan í maí en stóð sig vel í æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu í sumar.

Hann hefur aðeins spilað 35 keppnisleiki á síðustu tveimur árum hjá Chelsea vegna meiðsla. James þótti einn af efnilegustu hægri bakvörðum heimsfótboltans fyrir tveimur árum síðan.

James á 16 landsleiki að baki fyrir England þrátt fyrir mikla samkeppni um byrjunarliðssæti og gildir samningur hans við Chelsea næstu fjögur árin.
Athugasemdir
banner