Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mið 16. október 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saliba átti mjög sjaldgæfan hauskúpuleik
Saliba átti dapran dag.
Saliba átti dapran dag.
Mynd: Getty Images
Það gerist ekki oft að William Saliba, miðvörður Arsenal, spili illa en hann átti algjöran hauskúpuleik með franska landsliðinu á dögunum.

Saliba hefur verið magnaður með Arsenal en hann átti mjög erfiðan leik í sigri Frakklands gegn Belgíu. Hann fékk á sig vítaspyrnu sem Belgar klikkuðu á og svo gerði hann mistök í marki sem Belgar skoruðu.

Hann tapaði svo boltanum þegar Aurelien Tchouameni fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Franskir fjölmiðlar voru harðir við Saliba eftir leikinn og fékk hann tvo í einkunn frá bæði Didocu Sport og So Foot.

Klárlega hans versti landsleikur en það er vonandi fyrir Arsenal að hann finni fjölina aftur þegar enska úrvalsdeildina rúllar af stað á nýjan leik núna um helgina.
Athugasemdir
banner
banner